Manchester United er orðað við sóknarmanninn Randal Kolo Muani í dag en hann er á mála hjá Paris Saint-Germain.
Kolo Muani er ansi öflugur framherji sem hefur þó ekki staðist væntingar eftir komu til PSG frá Frankfurt síðasta sumar.
United mun ekki getað eytt háum fjárhæðum í janúar og er talið að liðið vilji semja við Kolo Muani á láni.
Greint var frá því í gær að Ruben Amorim, nýr stjóri United, myndi fá mjög takmarkað fjármagn í janúarglugganum.
Kolo Muani er 25 ára gamall franskur landsliðsmaður en hann hefur aðeins skorað 11 mörk í 52 leikjum undanfarin tvö tímabil.
PSG gæti verið opið fyrir því að losa leikmanninn á nýju ári en hvort lánssamningur sé inni í myndinni verður að koma í ljós.