Kim Kardashian og Dwayne „The Rock“ Johnson eru líkleg til þess að taka þátt í því að ganga frá kaupum á liði í enska boltanum á næstunni.
Það er að færast í aukanna að stjörnur úr Hollywood vilji taka þátt í því að fjárfesta í enskum fótboltafélögum.
Wrexham ævintýri Ryan Reynolds og félaga hefur vakið athygli og Tom Brady hjá Birmingham einnig.
„Mikið af frægu fólki sér þessi félög sem jákvæða fjölmiðlaumfjöllun í kringum þau,“ segir Adam Sommerfeld sérfræðingur í viðskiptum við BBC.
„Núna er þetta að verða þannig að fjárfestar horfa í það hvernig þeir ná í fólk, hver tekur The Rock með sér og hver sækir Kim Kardasihan.“
JJ Watt fyrrum leikmaður í NFL deildinni er hluthafi í Burnley og fleiri dæmi eru í enskum bolta en fjárfestar í Bandaríkjunum hafa gríðarlegan áhuga á því að kaupa fót.