Það er hlegið að stórstjörnunni Harry Kane þessa dagana eftir að myndir af honum með styttu voru birtar á veraldarvefinn.
Um er að ræða einmitt styttu af Kane sem er fyrirliði enska landsliðsins og leikur með Bayern Munchen.
Þessi höggmynd þykir vera virkilega ljót en hún er sjáanleg fyrir utan Peter May íþróttasafnið í London.
Kane virðist sjálfur vera mjög ánægður með verkið en nokkrar myndir af honum með styttunni voru birtar.
Það kostaði um 1,3 milljónir króna að klára þetta ágæta verkefni en Englendingar virðast alls ekki vera hrifnir.
,,Þetta er hreint út sagt asnalegt og ljótt. Er hægt að laga þetta?“ skrifar einn á X og bætir annar við: ,,Var hann að ganga í trúðasamtökin? Guð minn góður.“
Þetta má sjá hér.