Eins og margir vita þá er útlit fyrir það að Victor Lindelof muni ekki spila meira á árinu 2024.
Lindelof er leikmaður Manchester United en hann meiddist eftir 30 mínútur á dögunum í landsleik Svía við Slóvakíu.
Lindelof er 30 ára gamall og var meiddur á tá fyrr á þessu ári en hann hafði verið að stíga sín fyrstu skref eftir þau meiðsli.
Emil Holm, liðsfélagi Lindelof, segir að landi sinn hafi verið miður sín í búningsklefanum eftir leik.
,,Þetta er mjög sorgleg staða. Hann er nýbúinn að jafna sig af meiðslum og meiddist svo aftur – það var erfitt að horfa á,“ sagði Holm.
,,Hann var miður sín í búningsklefanum. Hann er mikilvægur í búningsklefanum og er fyrirliði liðsins. Ég faðmaði hann og óskaði honum góðs bata.“