Það var margt sem vakti athygli á fyrstu æfingu Ruben Amorim í gær en ensk blöð hafa nú skoðað myndbönd frá henni.
Mesta athygli vekur að í taktískum æfingum var Marcus Rashford stillt upp sem framherja.
Þá var Antony notaður sem vængbakvörður sem gæti verið staða sem hentar honum í 3-4-4 kerfinu sem Amorim mun spila.
Amad Diall og Mason Mount voru fyrir aftan Rashford en Leny Yoro, Luke Shaw og Jonny Evans voru miðverðir.
Loks voru Casemiro og Kobbie Mainoo á miðsvæðinu. Marga leikmenn vantaði á æfinguna vegna landsleikja.