Stjarnan og Valur hafa komist að samkomulagi um kaup á Hrafnhildi Sölku Pálmadóttur.
„Við þökkum Hrafnhildi fyrir sinn tíma í bláu treyjunni og óskum henni góðs gengis á nýjum stað!,“ segir á vef Stjörnunnar.
Hrafnhildur er fædd árið 2008 en hún var á láni hjá HK framan af sumri.
Hún lék níu leiki með Stjörnunni í Bestu deild kvenna í sumar og er mikið efni.
Hrafnhildur hefur spilað 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands en Kristján Guðmundsson fyrrum þjálfari Stjörnunnar var ráðinn til Vals í haust. Kristján stýrir Val ásamt Matthíasi Guðmundssyni næsta sumar.