Forráðamenn Real Madrid hafa engan áhuga á því að sækja Sergio Ramos aftur til félagsins en hann sjálfur hefur mikinn áhuga á því.
Ramos er án félags eftir að samningur hans við Sevilla rann út í sumar, hefur hann verið orðaður við nokkru lið.
Ramos er 38 ára gamall en meiðsli herja á vörn Real Madrid en félagið hefur þó ekki áhuga á endurkomu Ramos.
Marca á Spáni segir að Ramos hafi síðustu daga reynt að hringja í helstu ráðamenn Real Madrid, enginn þeirra hefur tekið vel í beiðni Ramos.
Forráðamenn Real Madrid eru að horfa í kringum sig en Aymeric Laporte varnarmaðru Al-Nassr, Mario Hermoso hjá Atletico Madrid og Jonathan Tah hjá Leverkusen eru á blaði.