fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Vildi ekki fagna titlinum með liðsfélögunum en fékk svo alvöru lestur frá liðsfélaga – Endaði á að gefa honum medalíuna

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. nóvember 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrell Malacia á medalíu fyrir það að vinna enska bikarinn með Manchester United þrátt fyrir að hafa spilað lítið sem ekkert á því tímabili.

Ástæðan er liðsfélagi hans Casemiro hjá United en hann ákvað að gefa vini sínum eigin medalíu eftir sigur á Manchester City í úrslitaleik.

Malacia hafði glímt við erfið meiðsli og mætti til að styðja við bakið á sínum liðsfélögum og var illa við að fagna sigrinum til að byrja með áður en hann fékk stuðning frá Brasilíumanninum.

,,Auðvitað vildi ég mæta og styðja við bakið á strákunum en það var erfitt að fagna sigrinum þar sem ég var ekki með liðinu alla leið,“ sagði Malacia.

,,Ég hugsaði með mér að ég gæti fengið mér sæti og leyft þeim að fagna og svo hitti ég þá í búningsklefanum.“

,,Casemiro kom að mér og sagði: ‘Nei þú verður að koma með okkur.’ Ef einhver með hans reynslu segir það við þig þá ertu að hlusta.“

,,Hann sagði við mig að ég væri enn hluti af liðinu og hluti af búningsklefanum og að ég hafi orðið vitni að öllu saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni