fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Telja að landsliðsþjálfarinn hafi tapað bardaganum – Valdi ekki stærsta nafnið og frammistaðan slök

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. nóvember 2024 09:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, fékk svo sannarlega að heyra það frá stuðningsmönnum franska landsliðsins í vikunni.

Deschamps hefur starfað sem landsliðsþjálfari frá árinu 2012 og spilaði yfir 100 landsleiki á sínum leikmannaferli.

Eins og flestir vita var Kylian Mbappe ekki valinn í hóp franska liðsins fyrir núverandi verkefni í Þjóðadeildinni en hann er talinn einn besti ef ekki besti leikmaður liðsins.

Mbappe var því ekki til taks á fimmtudag er Frakkland gerði óvænt markalaust jafntefli við Ísrael á heimavelli.

Það var baulað á franska liðið eftir lokaflautið og hefði liðið getað nýtt Mbappe í leiknum sem er á mála hjá Real Madrid.

Stuðningsmenn franska liðsins hafa verið að keppast um það að bauna á Deschamps en samband hans og Mbappe er ekki gott í dag.

Talið er að Mbappe hafi engan áhuga á að spila fyrir landsliðið áður en nýr landsliðsþjálfari kemur inn sem eru ekki góðar fréttir fyrir þá frönsku.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Deschamps reyni að ná til Mbappe fyrir næsta verkefni í mars en næsti leikur liðsins er á sunnudag í sömu keppni gegn Ítalíu á útivelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona