Ákvörðun mótanefndar KSÍ að setja úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudagskvöld en ekki mánudag var til umræðu á síðasta stjórnarfundi KSÍ.
Það vakti umtal og athygli að leikurinn væri á sunnudegi en Víkingur hafði átt Evrópuleik á fimmtudegi fyrir úrslitaleikinn gegn Bliku.
Forráðamenn Breiðabliks hótuðu því að Víkingur fengi ekki að spila Evrópuleiki sína í Kópavogi ef sjálfur úrslitaleikurinn í Bestu deildinni yrði færðu á mánudag. Þetta staðfest Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi í samtali við 433.is á sínum tíma.
Lesa má ítarlega um málið hérna.
Úr fundargerð KSÍ:
Ingi Sigurðsson fór lauslega yfir þá vinnu sem þegar er hafin varðandi niðurröðun móta meistaraflokka 2025. Þá fór Ingi yfir mótamál tengd lokakafla Bestu deildar karla, þar á meðal fór hann ítarlega yfir aðdraganda ákvörðunar mótanefndar um dagsetningu á leik Víkings og Breiðabliks í lokaumferð deildarinnar.