fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Rúnar Páll ráðinn þjálfari Gróttu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær skrifaði Rúnar Páll Sigmundsson undir þriggja ára samning um að þjálfa meistaraflokk karla hjá Gróttu. Rúnar Páll er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur en hann þjálfaði lið Stjörnunnar í rúmlega sjö ár og Fylki í þrjú. Stjarnan varð Íslandsmeistari undir stjórn Rúnars sumarið 2014, bikarmeistari 2018 og lék fjölda Evrópuleikja.

Rúnar Páll er fimmtugur, fæddur og uppalinn Garðbæingur. Hann er íþróttafræðingur að mennt og lauk UEFA Pro þjálfaragráðu hjá sænska knattspyrnusambandinu árið 2018. Sem leikmaður spilaði Rúnar með Stjörnunni, Fram og HK og Sogndal í Noregi. Þar í landi starfaði Rúnar einmitt á árunum 2010 til 2012 þar sem hann stýrði liði Levanger í 2. deild og tók þátt í hraðri uppbyggingu félagsins.

Þorsteinn Ingason, formaður stjórnar, skrifaði undir samninginn við Rúnar í gærkvöldi ásamt Magnúsi Helgasyni yfirmanni knattspyrnumála. Þorsteinn fagnar komu Rúnars í Gróttu:

„Það er óhætt að segja að við séum himinlifandi með komu Rúnars Páls á Nesið. Við reyndum eftir fremsta megni að vanda til verka við ráðningu á nýjum þjálfara enda eru mikilvægir tímar framundan hjá karlaliði Gróttu – við ætlum okkur aftur upp í Lengjudeildina en um leið byggja upp lið sem getur gert sig gildandi þar á næstu árum. Með Rúnari kemur mikil orka og drifkraftur og við hlökkum til að fylgjast með honum aðlagast og setja sinn svip á Gróttusamfélagið.”
Rúnar er klár í slaginn:

„Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu. Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher biðst afsökunar

Carragher biðst afsökunar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins
433Sport
Í gær

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fer Harry Kane til Barcelona næsta sumar?

Fer Harry Kane til Barcelona næsta sumar?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þrír leikmenn á lista hjá United til að styrkja svæðið sem Amorim vill bæta

Þrír leikmenn á lista hjá United til að styrkja svæðið sem Amorim vill bæta