fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Albert Brynjar hendir fram samsæriskenningu um fjarveru Gylfa í landsliðinu – „Hann var ósáttur“

433
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 08:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason sérfræðingur hjá Stöð2 Sport og stjórnandi Gula spjaldsins telur að Gylfi Þór Sigurðsson hefði mætt í núverandi landsliðsverkefni ef Age Hareide væri hættur í starfi.

Gylfi fékk örfáar mínútur í síðasta verkefni hjá Hareide í leikjum gegn Wales og Tyrklandi. Liðið er nú á leið í leiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni.

Albert sem hefur mikið tjáð sig um landsliðið síðustu ár les svona í stöðuna. „Gylfi fór í viðtal hjá Dr. Football og sagði að þetta væri sameiginleg ákvörðun að hann yrði ekki. Svo fer Age í viðtal í aðdraganda þessa leikja og segir að Gylfi hafi hringt í KSÍ og beðið um að vera tekinn úr hópnum. Ég er ekki sannfærður um það að Gylfi hefði gert það ef það hefði verið komin nýr í þjálfari, fyrir mér er það nokkuð ljóst að Gylfi er að bíða eftir því að Age fari,“ sagði Albert í Gula spjaldinu.

Albert telur að það sitji í Gylfa hversu fáar mínútur hann fékk í síðasta verkefni. „Ég held að það sitji í honum, hann var ósáttur. Við sáum það eftir leik Vals og FH, þar var hann þungur og talaði jafnvel um að hætta,“ sagði Albert en minnti þó að Gylfi hafi verið að eignast sitt annað barn með eiginkonu sinni.

Albert fór svo að ræða þá sögu sem flýgur hátt að KSÍ muni segja upp samningi Hareide eftir leikina.

„Svo er umræðan um Age sé að hætta eftir þessa tvo leiki, það er alltaf að verða meira og meira sem maður heyrir af því. Ég held að ef einhver annar þjálfari væri kominn fyrir þessa leiki, Gylfi er bara í fótbolta fyrir landsliðið. Það sem hann segir í Dr. Football og það sem Age segir svo, það hljómar ekki eins og sameiginleg ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð
433Sport
Í gær

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið
433Sport
Í gær

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi