fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Segja að Ten Hag hafi ekki viljað hann í sumar – Sex kílóum of þungur

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag er ekki maðurinn á bakvið kaup Manchester United á sóknarmanninum Joshua Zirkzee sem kom í sumar.

The Sun á Englandi fullyrðir þessar fréttir en Ten Hag er sjálfur atvinnulaus í dag eftir brottrekstur í síðustu viku.

Gengi United undir Ten Hag var ekki ásættanlegt og var Hollendingurinn látinn fara – Ruben Amorim tekur við keflinu þann 11. nóvember.

Samkvæmt Sun þá var Ten Hag mjög ósáttur með kaupin á Zirkzee sem kom til United frá Bologna á Ítalíu.

Ten Hag var á því máli að Zirkzee væri of þungur er hann mætti til enska félagsins og ekki í standi til að spila fyrir enska stórliðið.

Sóknarmaðurinn er 23 ára gamall en hann hefur aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum fyrir United á þessu tímabili.

Ten Hag taldi að Zirkzee væri um sex kílóum of þungur en hann spilaði vel með Bologna í fyrra og skoraði 12 mörk í öllum keppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool reynir að framlengja en Real Madrid bíður á kantinum

Liverpool reynir að framlengja en Real Madrid bíður á kantinum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Upphitun fyrir stórleikinn með Stefáni Árna – Wall street, leigubílar og fáránlegt umstang

Upphitun fyrir stórleikinn með Stefáni Árna – Wall street, leigubílar og fáránlegt umstang
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö tilboð bárust í Tottenham um helgina – Ítreka að félagið sé ekki til sölu

Tvö tilboð bárust í Tottenham um helgina – Ítreka að félagið sé ekki til sölu
433Sport
Í gær

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb
433Sport
Í gær

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann