fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeildin: Ensku liðin töpuðu – Frábær sigur Atletico Madrid

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 22:07

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili í kvöld er liðið mætti Inter Milan.

Leikurinn var engin frábær skemmtun en eitt mark var skorað og það gerði Hakan Calhanoglu fyrir heimamenn.

Arsenal fékk á sig vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og skoraði Tyrkinn öflugi úr spyrnunni til að tryggja sigur.

Annað enskt lið, Aston Villa, tapaði einnig en liðið lá óvænt 1-0 gegn Club Brugge frá Belgíu á útivelli.

Atletico Madrid vann Paris Saint-Germain 2-1 á útivelli þar sem Angel Correa gerði sigurmarkið í uppbótartíma.

Barcelona skoraði fimm í 5-2 sigri á Crvena zvezda eða Rauðu Stjörnunni þar sem Raphinha og Robert Lewandowski áttu frábæran leik.

Bayern Munchen vann lið Benfica 1-0, Feyenoord tapaði heima 3-1 gegn Salzburg, Sparta Prag tapaði einnig heima gegn Brest og þá sótti Atalanta þrjú stig til Þýskalands í leik gegn Stuttgart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
Sport
Í gær

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Í gær

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar