fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Fyrrum undrabarnið skrifar undir í Malasíu

Victor Pálsson
Mánudaginn 7. október 2024 07:30

Jese gat lítið hjá Stoke.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í raun ótrúlegt hverni ferill fyrrum spænska undrabarnsins Jese hefur þróast en hann er 31 árs gamall í dag.

Jese er fæddur árið 1993 en hann hefur undanfarin ár gert lítið á sínum ferli og lék með Coritibia í Brasilíu 2023.

Jese lék með Real Madrid frá 2007 til 2016 og var svo keyptur til Paris Saint-Germain þar sem hlutirnir gengu ekki upp.

Eftir skrefið til PSG hefur lítið heppnast hjá Jese sem stóð sig þó ágætlega með Las Palmas 2021-2022.

Eftir það lék Spánverjinn með Ankaragucu í Tyrklandi, Sampdoria á Ítalíu og Coritibia en gerði afskaplega lítið rétt á vellinum.

Nú hefur Jese skrifað undir hjá liði sem heitir johor Darul Ta’zim en það lið er ekki þekkt og leikur í Malasíu.

Um er að ræða besta lið Malasíu en liðið vann deildina í fyrra og spilar á stórum leikvangi sem tekur 40 þúsund manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi