fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Vörn varaliðsins fékk algjöra falleinkunn í gær

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 31. október 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmenn Chelsea hafa svo sannarlega fengið að heyra það fyrir frammistöðu sína í gær í leik gegn Newcastle.

Chelsea tapaði 2-0 í enska deildabikarnum en leikið var 16-liða úrslitum keppninnar.

Chelsea fékk sín færi í leiknum en vörn liðsins sem skipaði Benoit Badiashile, Axel Disasi, Marc Cucurella og Tosin Aderabayo hefur fengið mikið skítkast.

Chelsea stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum en leikmenn eins og Cole Palmer, Nicolas Jackson, Levi Colwill, Moises Caicedo og Robert Sanchez tóku engan þátt.

Filip Jorgensen varði mark Chelsea í leiknum en hann var alls ekki öruggur á milli stanganna og fær falleinkunn frá mörgum miðlum.

Flestir miðlar telja að Basiashile hafi átt einn sinn versta leik í treyju Chelsea og gefa honum tvo eða þrjá í einkunn af tíu fyrir sína frammistöðu.

Miðja liðsins var heldur ekki heillandi og fær slaka dóma en sóknarmennirnir Joao Felix, Chstipher Nkunku og Mykhailo Mudryk þóttu standa fyrir sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði