fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Gerrard fjölskyldan tengist inn í þekktan glæpahóp – Tengdasonurinn slapp við það að fara í fangelsi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. október 2024 20:30

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gleði í Gerrard fjölskyldunni eftir að unnusti Lilly-Ella Gerrard slapp við það að fara í fangelsi en faðir hans var dæmdur í fimm ára fangelsi.

Lilly er dóttir Steven Gerrard fyrrum fyrirliða Liverpool en hann er í dag stjóri Al-Ettifaq í Sádí Arabíu.

Lee Bryne unnusti Lilly var ákærður fyrir vopnalagabrot á Írlandi en neitaði sök, faðir hans Liam Bryne játaði sök og var dæmdur í fimm ára fangelsi.

Lilly og Lee.

„Svo ánægð fyrir þína hönd Lee, elska þig,“ skrifar Lilly á Instagram.

Lilly var 18 ára gömul þegar hún byrjaði með Lee árið 2022, hann er fimm árum eldri en Lilly.

Faðir hans Liam er einn þekktasti glæpamaður Írland og er sagður höfuðpaur Byrne Organised Crime Group sem á í nánu sambandi við Kinahan hópinn sem er þekktasti glæpahópur Írlands.

Liam Bryne einn þekktasti glæpamaður Írlands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta ráðningu á Alonso

Staðfesta ráðningu á Alonso
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola virðist vera kominn með nóg – Ekki valinn í hóp í lokaumferðinni

Guardiola virðist vera kominn með nóg – Ekki valinn í hóp í lokaumferðinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Manchester United búið að taka ákvörðun – Kveður eftir átta ár hjá félaginu

Manchester United búið að taka ákvörðun – Kveður eftir átta ár hjá félaginu
433Sport
Í gær

Arsenal kom mjög á óvart og vann Meistaradeildina

Arsenal kom mjög á óvart og vann Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Gefur sterklega í skyn að þetta sé síðasta starfið

Gefur sterklega í skyn að þetta sé síðasta starfið