fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Þekktur fyrir hraða sinn en viðurkennir að hann hafi ekki átt möguleika – ,,Ég hélt ég væri með hann“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. október 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker viðurkennir að hann hafi einfaldlega tapað spretthlaupi sínu við sóknarmanninn Adama Traore fyrr á tímabilinu.

Walker segist ekki hafa verið þreyttur eða meiddur er Manchester City mætti Fulham í leik sem lauk með 3-2 sigri þess fyrrnefnda.

Traore fór eitt sinn illa með Walker og komst í gott marktækifæri en Traore er þekktur fyrir það að vera bæði gríðarlega hraður sem og sterkur.

Það eru fáir ef einhverjir sem geta montað sig af því að hafa stungið Walker af á vellinum en hann býr sjálfur yfir miklum hraða en er orðinn 34 ára gamall í dag.

,,Ég meina, Adama Traore myndi vinna mig og það nokkuð þægilega. Ég vil koma því á framfæri,“ sagði Walker.

,,Ég horfi á sjálfan mig sem fljótan leikmann og ég man að ég hélt að ég væri með hann í þessu spretthlaupi, það er engin afsökun.“

,,Hann hafði betur gegn mér og einvígið var sanngjarnt en þetta er eitthvað sem ég mun muna eftir i framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup