Peter Walton, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að dómarar deildarinnar í dag séu byrjaðir að fylgjast betur með Arsenal í föstum leikatriðum.
Arsenal er besta lið Englands þegar kemur að föstum leikatriðum og hefur verið duglegt að skora úr þeim undir Mikel Arteta.
Walton dæmdi í ensku úrvalsdeildinni í níu ár en hann lenti í svipuðu með Chelsea á sínum tíma undir Jose Mourinho.
Walton telur að Arsenal sé mögulega að komast upp með of mikið innan teigs en að dómararnir séu nú að fylgjast enn betur með því sem gerist á meðal leikmanna.
,,Þegar ég var að dæma þá var Chelsea mjög gott lið í því að hindra andstæðinga sína en síðar meir þá vakti það athygli dómara og fjölmiðla og þeim var refsað oftar,“ sagði Walton.
,,Ég sé það sama gerast hjá Arsenal undanfarið í föstum leikatriðum.“