Cole Campbell fékk að spila sinn fyrsta leik fyrir Dortmund í dag sem lék gegn Augsburg í Þýskalandi.
Dortmund tapaði leiknum ansi óvænt en eftir að hafa komist yfir vann Augsburg 2-1 heimasigur.
Cole sem er hálfur Íslendingur var á varamannabekk Dortmund og kom við sögu undir lok leiks.
Sóknarmaðurinn kom inná á 88. mínútu en fékk að spila þónokkrar mínútur þar sem miklu var bætt við.
Dortmund er í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig, sjö stigum frá toppliði Leipzig.