Paul Scholes, goðsögn Manchester United, er að fá nóg af Hollendingnum Erik ten Hag sem þjálfar félagið í dag.
Scholes segir að United sé ekki betra lið í dag en fyrir tveimur árum eða þegar sá hollenski var ráðinn til starfa.
Ten Hag hefur fengið að að eyða miklu í nýja leikmenn á Old Trafford en liðið er ekki á betri stað í dag að sögn Scholes sem vann ófáa titla í Manchester.
,,Nei ég hef ekki séð neina bætingu og staða liðsins í deildinni segir alla söguna,“ sagði Scholes.
,,Ég er að tala um báðar deildir, 11 sætið í ensku úrvalsdeildinni og 21. sætið í Evrópudeildinni.“
,,Þeir hafa ekki bætt sig neitt og það eru gríðarleg vonbrigði á rúmlega tveimur árum. Þeir hafa eytt miklum peningum í leikmenn en bætingin er engin.“