Arsene Wenger, goðsögn Arsenal, segir að enska landsliðið hafi gert mistök með að ráða Thomas Tuchel til starfa.
Wenger var frábær knattspyrnustjóri á sínum tíma en hann þekkir það þó ekki að þjálfa landslið.
Tuchel er Þjóðverji og hefur samþykkt að taka við Englandi og gæti það verið erfitt fyrir þann þýska að mæta heimaþjóðinni á stórmótum í framtíðinni.
,,Til þess að gera þetta einfalt þá líður mér þannig að ef ég er landsliðsþjálfari Englands og er að spila gegn Frakklandi þá get ég ekki sungið þjóðsöng Frakklands,“ sagði Wenger sem er einmitt franskur og setur sig í spor Tuchel.
,,Ég hefði valið þjálfara sem er frá sama landi. Af hverju þarf leikmaðurinn að vera frá þessu landi en ekki þjálfarinn? Þetta er mikil hindrun.“
,,Hann er fullkominn þjálfari fyrir þá en hann er ekki enskur.“