fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Wenger segir sambandið hafa gert mistök – Gæti sjálfur ekki sungið þjóðsönginn

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. október 2024 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger, goðsögn Arsenal, segir að enska landsliðið hafi gert mistök með að ráða Thomas Tuchel til starfa.

Wenger var frábær knattspyrnustjóri á sínum tíma en hann þekkir það þó ekki að þjálfa landslið.

Tuchel er Þjóðverji og hefur samþykkt að taka við Englandi og gæti það verið erfitt fyrir þann þýska að mæta heimaþjóðinni á stórmótum í framtíðinni.

,,Til þess að gera þetta einfalt þá líður mér þannig að ef ég er landsliðsþjálfari Englands og er að spila gegn Frakklandi þá get ég ekki sungið þjóðsöng Frakklands,“ sagði Wenger sem er einmitt franskur og setur sig í spor Tuchel.

,,Ég hefði valið þjálfara sem er frá sama landi. Af hverju þarf leikmaðurinn að vera frá þessu landi en ekki þjálfarinn? Þetta er mikil hindrun.“

,,Hann er fullkominn þjálfari fyrir þá en hann er ekki enskur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona