Lið í efstu deild á Spáni hefur mikinn áhuga á því að kaupa Benóný Breka Andrésson framherja KR. Þessu heldur Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar.
Benóný hefur í tvö ár raðað inn mörkum fyrir KR og var nálægt því að fara í atvinnumennsku síðasta haust en það klikkaði.
Benóný fór til Gautaborgar í Svíþjóð en það féll upp fyrir á síðustu metrunum.
„Ég gæti trúað því að það hafi komið upp eftir að Orri fór þangað, ég á eftir að fá nákvæmt lið,“ sagði Kristján Óli.
Ljóst er að það væri ansi stórt skref að fara úr fallbaráttu á Íslandi í eina sterkustu deild í Evrópu.