Erik ten Hag vildi halda allavega tveimur leikmönnum í sumar sem yfirgáfu enska félagið.
Scott McTominay er annar þeirra en hann var seldur til Napoli og þá var Sofyan Amrabat sendur aftur til Fiorentina en hann hafði verið á láni.
Fenerbahce tryggði sér þjónustu Amrabat í sumar en United gat keypt hann fyrir 20 milljónir evra í sumar.
Amrabat mætti United í gær sem leikmaður Fenerbahce en hann segir að Ten Hag hafi viljað halda sér hjá félaginu – leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
,,Samband mitt við Ten Hag er sérstakt og hefur verið alveg síðan ég var 20 ára gamall hjá Utrecht,“ sagði Amrabat.
,,Hann vildi halda mér í sumarglugganum og ég óskaði honum góðs gengis í leiknum en vonaðist eftir því að þeir myndu tapa.“
Amrabat var svo spurður af hverju hann hefði yfirgefið United í sumar og svaraði einfaldlega:
,,Það eina sem ég vil segja er að þið verjið að spyrja herra Wilcox.“