Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í þriðju efstu deild Englands.
Þetta staðfesti félagið í dag en um er að ræða 32 ára gamlan sóknarmann sem kemur á frjálsri sölu.
Jón Daði var síðast á mála hjá Bolton í sömu deild en Wrexham er á töluvert betri stað en það fyrrnefnda.
Wrexham er í öðru sæti deildarinnar og berst um að komast upp en liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár.
Hollywood leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eru eigendur félagsins.
Jón Daði gerir stuttan samning við félagið sem gildir þar til í janúar.