Omar Berrada stjórnarformaður Manchester United hefur samkvæmt fréttum á Spáni í tvígang flogið til Spánar undanfarið til að ræða við Xavi.
Xavi er nú sterklega orðaður við stjórastarfið hjá Manchester United ef félagið ákveður að reka Ten Hag.
Xavi hætti með Barcelona í sumar en Sport á Spáni segir að hann ætli sér að vera í fríi á næstunni.
Sport segir að Xavi hefði áhuga á starfinu hjá United en ekki strax, hann vilji hvíla sig.
Ensk blöð velta því fyrir sér hvað Xavi gæti gert og telja að hann gæti sótt þrjá leikmenn, Xavi Simmons, Frenkie de Jong og bakvörð frá Barcelona.
Svona gæti þetta litið út.