Íslenska landsliðið situr í sjötugasta sæti á nýjum lista FIFA sem er birtur eftir jafntefli gegn Wales og tap gegn Tyrklandi.
Íslenska liðið fer upp um eitt sæti á milli lista frá því í september.
Framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara Íslands hefur verið til umræðu undanfarið en KSÍ er með uppsagnarákvæði í samningi hans.
Hareide tók við íslenska liðinu af Arnari Viðarssyni en þá sat íslenska liðið 64 sæti listans fyrir um 18 mánuðum síðan.
Liðið hefur farið niður listann síðan þá og fór neðst í 73. sæti en tekist að fara upp listann aftur undanfarið.
Svona hefur þróunin verið en Hareide tók við eftir apríl listann árið 2023.