Max Eberl stjórnarmaður FC Bayern segir engan hjá félaginu vera að skoða framtíð Vincent Kompany þrátt fyrir skell gegn Barcelona í gær.
Stuðningsmenn liðsins eru margir ósáttir með djarfa spilamennsku liðsins undir hans stjórn.
Kompany tók við Bayern í sumar en ráðning hans vakti athygli enda féll hann með Burnley úr ensku úrvalsdeildinni síðasta vor.
„Við teljum okkur vera að gera réttu hlutina og munum halda því áfram,“ sagði Eberl eftir 4-1 tap gegn Barcelona í gær.
Varnarleikur Bayern var ekki góður í gær en liðið er á toppnum í Þýskalandi.