„Með Trent, þá held ég að Liverpool geti gleymt honum. Hann er búin að ákveða að fara,“ segir Tim Sherwood fyrrum stjóri Tottenham og Aston Villa.
Sherwood er öruggur á því að Trent Alexander-Arnold fari frá Liverpool næsta sumar þegar samningur hans er á enda.
Trent er efstur á óskalista Real Madrid og spænski risinn fer ekki í felur með áhuga sinn á enska landsliðsmanninum.
„Um leið og Real Madrid byrjar að banka, hann hefur unnið allt með Liverpool og verið frábær þjónn. Ég held að Liverpool eigi ekki séns í að halda honum.“
Sherwood telur hins vegar að Liverpool geti haldið í Virgil van Dijk og Mohamed Salah.
„Það er allt öðruvísi, ég er ekki viss um að þeir fái boð frá félagi sem er betra en Liverpool.“