Antony má fara frá Manchester United í janúar og Ajax er að skoða málið. De Telegraaf Í Hollandi segi frá.
United borgaði 80 milljónir punda fyrir Antony fyrir rúmum tveimur árum þegar hann kom frá Ajax.
Kantmaðurinn frá Brasilíu hefur hins vegar lítið getað hjá United. Forráðamenn Ajax telja að það gæti þó reynst erfitt að kaupa Antony.
Goal í Brasilíu fjallar um málið og segir að nokkur lið í ensku deildinni vilja fá Antony á láni.
Eru nokkur lið sögð hafa sett sig í samband við United til að skoða þann möguleika að Antony komi þegar glugginn opnar í janúar.