Bakslag hefur komið í endurhæfingu Mason Mount og verður hann lengur frá en vonir stóðu til um.
Mount hefur spilað fimm leiki á þessu tímabili án þess að skora eða leggja upp. Mount er á sínu öðru tímabili með United.
Mount hefur verið meira og minna meiddur frá því að hann kom til United.
„Það er lengra í Mount en við áttum von á,“ sagði Erik ten Hag á fréttamannafundi í gær.
Mount er einn af níu leikmönnum sem eru meiddir hjá United þessa dagana en þetta hefur verið sagan undir stjórn Erik ten Hag.