fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Segir frá því hvernig hann eyddi 45 milljónum á þremur dögum í Vegas – „Þetta var bara egó, ég var mesti rasshausinn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. október 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Troy Deeney fyrrum framherji Watford í ensku úrvalsdeildinni segir frá því hvernig hann eyddi 45 milljónum króna á þremur dögum í Las Vegas.

Deeney hafði lofað vinum sínum að fara með þá til Vegas ef Watford kæmist upp í ensku úrvalsdeildina.

Deeney og Watford flugu upp árið 2015 og hann var að standa við loforðið.

„Ég myndi elska að segja ykkur að þetta hefðu verið veðmál. Ég borgaði 80 þúsund pund fyrir sundlaugapartý, 80 þúsund pund um nóttina og 60 þúsund pund um kvöldið. Ég gerði samning við félagana,“ sagði Deeney

Hann segir frá því hvernig þetta allt fór fram. „Það voru fimm fótboltamenn þarna við hlið okkar á skemmtistaðnum, við vorum að panta okkar fyrstu drykki en þeir voru að panta á sama tíma.“

„Við fengum drykki en þeir komu með tíu flöskur út. Ég sagði við vini mína að þeir gætu ekki verið með þessa stæla, ég væri í úrvalsdeildinni en þeir ekki. Svo ég pantaði 20 flöskur.“

„Þetta var bara egó, ég var mesti rasshausinn. Ég gæti alveg notað 250 þúsund pund í dag.“

Eftir eyðsluna á fyrsta degi ákvað staðurinn að bjóða Deeney allt frítt næsta kvöldið og voru 15 fyrirsætur frá Victoria Secret mættar til þeirra.

„Hún bað mig um að biðja vini mína að hætta að taka myndir, hún sagðist starfa fyrir Victoria Secret.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir fólk gera allt of mikið úr stóra bjór-málinu – „Eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í“

Segir fólk gera allt of mikið úr stóra bjór-málinu – „Eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verður áfram eftir allt saman – Hafnar gylliboðum til að starfa áfram með Arteta

Verður áfram eftir allt saman – Hafnar gylliboðum til að starfa áfram með Arteta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið
433Sport
Í gær

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu
433Sport
Í gær

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn