Það sauð allt upp úr eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær þar sem HK vann dramatískan 2-1 sigur á lokamínútu leiksins og heldur sér á lífi í deildinni.
Fram hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur og var mikill pirringur þeirra á meðal eftir leik.
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram vildi ekki taka í hönd Ómars Inga Guðmundssonar þjálfara HK.
Hiti eftir leik HK og Fram😳
Rúnar Kristins henti í fake handshake👀 #islenskurfotbolti pic.twitter.com/bk5kaGORyG— Íslenskur Fótbolti (@islenskurf) October 20, 2024
Það var langt því frá það eina í leiknum því skömmu síðar ákvað Þorri Stefán Þorbjörnsson leikmaður Fram að slá húfuna af Ómari.
Nokkur hiti varð eftir það.
Sló húfuna af Ómari þjálfara HK😳 #islenskurfotbolti pic.twitter.com/ekwpy3lf4G
— Íslenskur Fótbolti (@islenskurf) October 20, 2024
Það var síðan Ívar Örn Jónsson bakvörður HK sem vildi taka í höndina á leikmönnum Fram sem höfðu engan áhuga á slíku.
Látinn hanga😅 #islenskurfotbolti pic.twitter.com/OVdvgnkHqk
— Íslenskur Fótbolti (@islenskurf) October 20, 2024