Dejan Kulusevski er búinn að jafna met goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic í ensku úrvalsdeildinni.
Kulusevski komst á blað fyrir Tottenham í gær sem spilaði við West Ham og vann 4-1 sigur.
West Ham komst nokkuð óvænt yfir í viðureigninni en Tottenham sneri leiknum sér í vil og vann sannfærandi.
Kulusevski er nú búinn að skora 17 mörk í efstu deild Englands sem er jafn mikið og Zlatan gerði á sínum tíma.
Zlatan skoraði 17 mörk í 28 leikjum tímabilið 2016-2017 en hann samdi svo við LA Galaxy ekki löngu seinna.
Þeir eru að sjálfsögðu landar en Kulusevski kemur frá Svíþjóð líkt og Zlatan en sá síðarnefndi hefur lagt skóna á hilluna.