fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Búinn að jafna met Zlatan í úrvalsdeildinni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. október 2024 20:19

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dejan Kulusevski er búinn að jafna met goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic í ensku úrvalsdeildinni.

Kulusevski komst á blað fyrir Tottenham í gær sem spilaði við West Ham og vann 4-1 sigur.

West Ham komst nokkuð óvænt yfir í viðureigninni en Tottenham sneri leiknum sér í vil og vann sannfærandi.

Kulusevski er nú búinn að skora 17 mörk í efstu deild Englands sem er jafn mikið og Zlatan gerði á sínum tíma.

Zlatan skoraði 17 mörk í 28 leikjum tímabilið 2016-2017 en hann samdi svo við LA Galaxy ekki löngu seinna.

Þeir eru að sjálfsögðu landar en Kulusevski kemur frá Svíþjóð líkt og Zlatan en sá síðarnefndi hefur lagt skóna á hilluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref