Noussar Mazraoui, leikmaður Manchester United, verður til taks í dag er liðið mætir Brentford.
Frá þessu greina enskir miðlar en Mazraoui er nýbúinn í aðgerð vegna hjartavandamála.
Bakvörðurinn er heill heilsu í dag og er leikfær en hann hefur spilað vel eftir komu til félagsins í sumar.
Kobbie Mainoo verður hins vegar ekki með United í viðureigninni og það sama má segja um Harry Maguire.
Flautað er til leiks á Old Trafford klukkan 14:00 í dag.