Víkingur vann mikilvægan leik í toppbaráttunni í Bestu deild karla í kvöld en spilað var á Akranesi.
Leikurinn var gríðarlega fjörugur en ÍA tók á móti meisturunum og lauk honum með 4-3 sigri gestanna.
Dramatíkin var gríðarleg í þessum leik en Víkingar skoruðu sigurmarkið í blálokin stuttu eftir að hafa jafnað.
Skagamenn eru hins vegar bálreiðir út í dómara leiksins, Elías Inga Árnason sem var á flautunni.
ÍA virtist hafa skorað sigurmark á 94. mínútu en Elías dæmdi það mark af vegna brots.
Aðeins tveimur mínútum seinna skoraði Danijel Dejan Djuric sigurmark gestanna í 4-3 sigrinum.
Elías Ingi Aumingi Rassgatsson. Arftaki. Hvað ertu að gera?
— Arnar Már Guðjónsson (@ArnarMarG) October 19, 2024
Nú þarf Elías Ingi að hætta að dæma. Logga sig inn í studio-ið hjá KissFM og læsa sig þar inni í dágóðan tíma.
— Eysteinn Þorri (@eysteinnth) October 19, 2024
Slakasta frammistaða sumarsins hjá dómara leit dagsins ljós hérna á Akranesi. Elías Ingi að ræna stigum af ÍA #fotboltinet
— That guy (@IceGuy26) October 19, 2024
Hvað er Elías Ingi að dæma á ?
— Andri Júlíusson (@andrijull) October 19, 2024
Vinnum þessa deild án hjálp dómaranna sagðann. Elías Ingi hold my beer 🍺
— Kári Ársælsson (@Kugenz) October 19, 2024