Carlo Ancelotti segir að goðsögnin Gary Lineker sé að bulla um að enska knattspyrnusambandið hafi heyrt í sér í sumar.
Lineker segir að sambandið hafi rætt við bæði Pep Guardiola og Ancelotti áður en Thomas Tuchel var ráðinn.
Það er þó ekki rétt að sögn Ancelotti sem er þjálfari Real Madrid og hefur gert frábæra hluti þar.
Lineker segist hafa fengið það staðfest að sambandið hafi heyrt í bæði Guardiola og Ancelotti en sá fyrrnefndi er þjálfari Manchester City.
,,Það var ekkert samtal sem átti sér stað við enska knattspyrnusambandið,“ sagði Ancelotti.
,,Að mínu mati þá voru þeir að ráða mjög góðan þjálfara. Hann er mjög góður taktísktlega séð og ég óska honum góðs gengis.“