Hraðasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar spilar með Tottenham en um er að ræða varnarmanninn Micky van de Ven.
Van de Ven býr yfir svakalegum hraða og mældist á 37,1 kílómetra hraða í deildarleik á tímabilinu.
Hann er efstur á þessum lista BBC Sports en í öðru sæti er Carlos Forbs hjá Wolves og í þriðja sæti er Anthony Elanga hjá Nottingham Forest.
Í fyrsta sinn í langan tíma kemst Kyle Walker ekki á þennan lista en hann hefur lengi verið þekktur fyrir mikinn hraða.
Walker er bakvörður Manchester City en hann er orðinn 34 ára gamall og er aldurinn mögulega farinn að segja til sín.