Guðlaugur Victor Pálsson virðist í nokkrum vandræðum hjá Plymouth en hann var ónotaður varamaður í 5-0 tapi gegn Cardiff í Championship deildinni.
Guðlaugur hefur lítið fengið að spila síðustu vikur en hann var einnig ónotaður varamaður í báðum landsleikjum Íslands sem voru nú á dögunum.
Samherji Guðlaugs fékk rautt spjald í leiknum og þá var stjóri liðsins Wayne Rooney í leikbanni.
Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston sem tók á móti Coventry í sömu deild.
Stefán lék tæpar 70 mínútur í góðum 1-0 sigri liðsins.