Mason Greenwood og unnusta hans Harriet Robson eiga von á sínu öðru barni í upphafi næsta árs.
Greenwood og Robson eignuðust sitt fyrsta barn í júlí á síðasta ár. Greenwood var seldur frá Manchester United til Marseille í sumar fyrir 26 milljónir punda.
Greenwood hafði ekki spilað fyrir United frá því í janúar árið 2022 þegar hann var handtekinn og grunaður um gróft ofbeldi gegn Robson.
Robson birti þá myndir af sér blóðugri og fylgdu með hljóðbrot þar sem Greenwood átti að hafa verið að brjóta gegn henni.
Greenwood skrifaði undir fimm ára samning við Marseille en hann hafði átt góða tíma á láni hjá Getafe á Spáni.
Greenwood er 23 ára gammall og var vonarstjarna Englands þegar málið kom upp, hann hefur síðan þá ekki spilað fyrir enska landsliðið.