Breiðablik 2 – 1 Stjarnan
1-0 Viktor Örn Margeirsson(’64)
1-1 Heiðar Ægisson(’76)
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson(’87)
Breiðablik vann gríðarlega mikilvægan sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti Stjörnunni.
Viktor Örn Margeirsson kom Blikum á bragðið á 64. mínútu en sú forysta entist ekki of lengi.
Heiðar Ægisson jafnaði metin fyrir gestina en á 87. mínútu þá tryggði fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson sínum mönnum sigur.
Sigurinn er gríðarlega mikilvægur og er ljóst að Víkingur spilar við Breiðablik í hreinum úrslitaleik um titilinn næstu helgi.
Bæði lið eru með 59 stig í efstu tveimur sætunum en Víkingar eru með betri markatölu.