Lionel Messi er besti knattspyrnumaður sögunnar samkvæmt Marca, blaðið fór í það að velja besta leikmann sögunnar og notaði marga álitsgjafa til þess.
Cristiano Ronaldo er í öðru sæti en valið vekur athygli þar sem Marca er mikið Real Madrid blað.
Blaðið er hins vegar á því að fyrrum leikmaður Barcelona sé besti leikmaður sögunnar.
Pele er þriðji besti leikmaður sögunnar samkvæmt Marca og Alfredo Di Stefano er svo í fjórða sætinu.
Diego Maradona sem margir horfa á sem þann besta í sögunni er í fimmta sætinu og Johan Cruyff er sjötti besti leikmaður sögunnar.