Það eru góðar líkur á að Thomas Tuchel geri ansi stóra breytingu er hann tekur við enska landsliðinu í byrjun næsta árs.
Telegraph greinir frá en Tuchel hefur samþykkt að taka við enska liðinu og hefur störf 2025.
Telegraph segir að Tuchel sé mikið að hugsa um markmannstöðuna hjá Englandi en Jordan Pickford hefur varið markið undanfarin ár.
Möguleiki er á að Pickford missi titilinn sem aðalmarkvörður eftir komu Tuchel en menn eins og Dean Henderson og Nick Pope koma einnig til greina.
Pickford var ekki heillandi á dögunum er England tapaði 2-1 gegn Grikklandi á heimavelli í Þjóðadeildinni.
Annað nafn sem er nefnt til sögunnar er Aaron Ramsdale en Pickford var alltaf með fast sæti í byrjunarliði Gareth Southgat sem lét af störfum í sumar.
Margir enskir stuðningsmenn hafa lengi kallað eftir því að Pickford verði bekkjaður en hann er leikmaður Everton í efstu deild Englands.