Thomas Tuchel hefur neitað að staðfesta það að Harry Kane muni halda fyrirliðabandinu hjá Englandi.
Tuchel hefur samþykkt að taka við enska landsliðinu en hann verður ráðinn endanlega til starfa þann 1. janúar 2025.
Kane og Tuchel þekkjast vel en þeir unnu saman hjá Bayern Munchen áður en sá síðarnefndi var rekinn.
Tuchel er í raun til alls líklegur og gæti vel breytt um fyrirliða eftir að hafa tekið við keflinu.
,,Allir þekkja mínar skoðanir á Harry. Ég barðist mikið fyrir því að fá hann til Bayern Munchen,“ sagði Tuchel.
,,Hann er nú þegar að gerast goðsögn en það er of snemmt að taka þessa ákvörðun. Ég vil sýna Lee Carsley virðingu og mun ekki skipta mér af næstu tveimur leikjum.“