Bjarni Helgason blaðamaður Morgunblaðsins leggur til að Age Hareide verði skipt út sem landsliðsþjálfara í nóvember. Samningur Hareide er með uppsagnarákvæði sem tekur gildi í nóvember.
Bjarni vill að Freyr Alexandersson kom til starfa en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins áður en hann hélt erlendis þar sem hann hefur starfað í Katar, í Danmörku og nú í Belgíu.
„Hann hefur ekki eytt miklum tíma hér á landi og hefur sínar ástæður fyrir því en á sama tíma veltir maður því líka fyrir sér hvort íslenska landsliðið sé í fyrsta sæti hjá honum,“ segir Bjarni um Hareide.
Meira:
Utan vallar: Latur Norðmaður sem ætti að víkja fyrir augljósum kosti
Bjarni segir augljósa kostinn til að taka við af Hareide vera Frey. „Fyrir mér er einn augljós kostur í stöðunni og það er Freyr Alexandersson. Hann þekkir landsliðsumhverfið út og inn. Það er erfitt að koma inn í landsliðsumhverfið eftir að hafa þjálfað félagslið í langan tíma. Umhverfið er allt öðruvísi. Þú hefur miklu minni tíma til þess að koma þínum áherslum á framfæri og vinna með mönnunum,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið.
„Leikmennirnir bera mikla virðingu fyrir honum og hann nær vel til þeirra. Ég vil sjá Frey Alexandersson sem næsta landsliðsþjálfara.“