Sagt er í frétt Daily Mail í dag að Manchester United sé tilbúið að selja Antony á 40 milljónir punda í janúar.
United borgðai rúmar 80 milljónir punda fyrir Antony þegar hann kom frá Ajax fyrir rúmum tveimur árum.
Kantmaðurinn frá Brasilíu hefur svo sannarlega ekki fundið taktinn á Old Trafford.
Sagt er að United vilji helst selja Antony fyrir þá upphæð sem nefnd hefur verið en annars að lána hann.
Kantmaðurinn gæti því farið í janúar en hann hefur lítið sem ekkert spilað á þessu tímabili.