Fram kemur á vefnum FootballTransfers í Bretlandi í dag að bæði Tottenham og Crystal Palace hafi mikinn áhuga á því að kaupa Hákon Arnar Haraldsson miðjumann Lille.
Seigr að bæði félög á þessu tímabili hafi sent njósnara sína til að taka Hákon betur út.
Íslenski landsliðsmaðurinn er frá vegna meiðsla núna vegna álagsmeiðsla í fæti en það á ekki að hafa áhrif á áhuga liðana miðað við fréttina.
Þar segir að bæði félög horfi á Hákon sem svipaða týpu og Antoine Griezmann leikmann Atletico Madrid. Hafi þeir sömu eiginleika með boltann og í pressu.
„Hákon er þekktur fyrir fráabæra boltameðferð og sköpunargáfu, hann hefur farið hratt upp stigann. Þrátt fyrir að vera bara 21 árs gamall hefur hann spilað 19 A-landsleiki fyrir Ísland,“ segir í fréttinni.