Thomas Tuchel verður ekki á hliðarlínunni þegar England mætir Írlandi á Wembley í næsta mánuði, þjálfari Írlands er Heimir Hallgrímsson.
Enska sambandið staðfesti ráðningu á Tuchel í dag en þýski stjórinn vildi ekki taka strax til starfa.
Formaður enska sambandsins segir að Tuchel hafi beðið um að byrja á nýju ári.
Ráðningin tekur því gildi 1. janúar en Lee Carsley mun áfram stýra liðinu tímabundið í nóvember.
Ráðningin á Tuchel er umdeild á meðal Englendinga sem margir eru á þeirri skoðun að enskur þjálfari eigi að þjálfa enska landsliðið.