fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Segir frá kostnaði atvinnumanna sem fáir vita af – Ronaldo líklega lagt út meira en 14 milljónir í þetta

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. október 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætla má að Cristiano Ronaldo hafi gefið andstæðingum sínum treyjur fyrir um 14 milljónir eftir leiki. Ben Foster segir frá reglu sem fáir vita af.

Þannig þegar leikmaður í atvinnumennsku skiptir um treyju eftir leik þá þarf hann að greiða fyrir treyjuna, er það á kostnaðarverði.

Foster sem átti farsælan feril tók Ronaldo sem dæmi. „Hann hefur spilað 1.100 leiki á ferlinum og fær tvær treyjur í hverjum leik,“ segir Foster.

„Ég er ekki að segja að hann gefi báðar treyjurnar, en segjum að það sé treyja á leik.“

Ronaldo og Aron Einar eftir leik Íslands og Portúgal á EM 2016. Getty Images

„Þetta væru þá 1.100 treyjur og treyjan hjá Manchester United í dag kostar 100 pund. Þær voru ódýrari í gamla dag, segjum að meðalverð sé 70 pund.“

„Það eru því 77 þúsund pund í treyjur fyrir andstæðinga.“

Foster tók fram að veskið hjá Ronaldo myndi varla finna fyrir þessu en vildi segja frá kostnaði sem fáir átta sig á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur