Ætla má að Cristiano Ronaldo hafi gefið andstæðingum sínum treyjur fyrir um 14 milljónir eftir leiki. Ben Foster segir frá reglu sem fáir vita af.
Þannig þegar leikmaður í atvinnumennsku skiptir um treyju eftir leik þá þarf hann að greiða fyrir treyjuna, er það á kostnaðarverði.
Foster sem átti farsælan feril tók Ronaldo sem dæmi. „Hann hefur spilað 1.100 leiki á ferlinum og fær tvær treyjur í hverjum leik,“ segir Foster.
„Ég er ekki að segja að hann gefi báðar treyjurnar, en segjum að það sé treyja á leik.“
„Þetta væru þá 1.100 treyjur og treyjan hjá Manchester United í dag kostar 100 pund. Þær voru ódýrari í gamla dag, segjum að meðalverð sé 70 pund.“
„Það eru því 77 þúsund pund í treyjur fyrir andstæðinga.“
Foster tók fram að veskið hjá Ronaldo myndi varla finna fyrir þessu en vildi segja frá kostnaði sem fáir átta sig á.